Fróðleikur

Munurinn á ilmolíulömpum og ilmtækjum sem nota úða

Munurinn á ilmolíulömpum og ilmtækjum sem nota úða - Lykt - Skapar hið fullkomna andrúmsloft

Ilmur hefur lengi verið hluti af því að skapa stemningu – hvort sem það er á heimilum, skrifstofum eða í verslunum. En þegar kemur að því að dreifa ilmi í rými eru til ólíkar aðferðir. Tvær algengar leiðir eru annars vegar ilmolíulamp­ar, sem nota gufu, og hins vegar ilmtæki með úða.
Þó bæði bjóði upp á notalegan ilm, er talsverður munur á hvernig þau virka – og hvernig upplifun þau skapa.

Ilmtæki með úða – ný kynslóð ilmdreifingar

Ilmtækin frá Lykt nota nútímalega úðatækni (nebulization) sem brýtur ilmolíuna niður í örfínar agnir án þess að nota vatn eða hita. Þannig helst ilmurinn hreinn, stöðugur og náttúrulegur, alveg eins og hann var hugsaður af framleiðandanum.
Þessi tækni tryggir jafna dreifingu í rýminu og gerir kleift að fylla jafnvel stór rými með mjúkum ilm – án raka eða gufumyndunar.

Helstu kostir Ilmkerfa sem nota úðatækni:

  • Engin notkun vatns eða hita
  • Hreinn og náttúrulegri ilmur
  • Dreifir ilmnum jafnt, jafnvel í stór rými
  • Minni viðhald og engar útfellingar
  • Hentar jafnt fyrir heimili og mjög stór rými

Ilmolíulampinn – hefðbundin aðferð með vatni og hita

Ilmolíulamp­ar eru einföld tæki sem nota vatn og ilmolíu til að búa til gufu. Hitanum er beitt til að breyta vatninu í raka og bera ilminn út í loftið.
Þetta er ágætis leið en hentar síður fyrir stærri rými og veldur oft vandræðum. Þar sem vatn er notað þarf einnig að fylla reglulega á og hreinsa tækið til að forðast útfellingar og bakteríumyndun.

Helstu eiginleikar ilmolíulampa:

  • Nota vatn og stundum hita
  • Dreifa ilmi með gufu
  • Krefjast reglulegrar þrifa
  • Henta best í minni rými
  • Geta breytt rakastigi loftsins

Úðatækni er næsta stig í þróun ilmupplifunar. Með því að sleppa vatni og hita heldur ilmurinn sínum náttúrulega karakter og dreifist jafnt og örugglega.

Fyrri
Titania – kraftmikil ilmvél fyrir stærri rými
Næst
Scent marketing í hótelum, skrifstofum og verslunum